9. December 2010

Grunaður um löndun framhjá vigt – mbl.is

  • by fg
  • 14 Years ago
  • 0

Strandveiðar við Arnarstapa. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint. mbl.is/Heiða

Lögreglan í Borgarnesi var kölluð til aðstoðar við eftirlitsmenn Fiskistofu frá Stykkishólmi vegna báts sem grunaður er um að hafa landað framhjá vigt á Arnarstapa á sunnanverðu Snæfellsnesi í morgun.

Var lögreglan fengin á vettvang til að stöðva viðkomandi aðila, þar sem hann var á ferð á bíl með aflann, og fá hann til að vigta hann á Akranesi. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu er verið að vinna að rannsókn málsins, en það hefur verið kært til lögreglunnar.

Verði eigandi aflans fundinn sekur um að hafa landað afla framhjá vigt á hann yfir höfði sér veiðileyfissviptingu. Vel á þriðja hundrað mál af þessu tagi hafa komið upp á árinu, samkvæmt upplýsingum Fiskistofu, og er það svipaður fjöldi og á síðasta ári. Erfitt hefur verið að fá aukinn kvóta leigðan og þá hafa eigendur smærri útgerða freistast til að koma afla í land með ólögmætum hætti frekar en að henda honum í sjóinn.

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *