Það er kannski ekki í frásögur færandi að segja frá því að hann Gulli okkar á mótorhjól, svokallaðan Crossara, en það eru einskonar torfæruhjól. En nú er hjólið hans stopp því í einhverjum látunum stóð mótorinn fastur og hefur ekki viljað hreyfa sig síðan. Um daginn þegar Júlíus lagðist að bryggju á Þingeyri til að taka olíu, skutust Gulli og Ómar Helga vélstjóranemi með meiru, heim til Gulla í bílskúrinn og náðu í mótorinn sem var að vísu dreifður um allan skúr. Náðu þeir að smala hlutunum saman og koma þeim um borð.
Nú hanga þeir öllum stundum aftur á verkstæði og berjast við að ná mótornum í sundur og sjá hvað veldur, og kemur að góðum notum afburða þekking Ómars á mótorhjólum, því nokkur á hann sjálfur. Allavega ef hann setti saman alla partana sem hann á í sínum skúr, yrðu ábyggilega úr því 2-3 hjól ef vel væri, kannski fleiri.
Meðfylgjandi myndir tók blm Júllans er hann var á hressingargöngu um skipið…
góðir saman
Ætlar Gulli ekki að fá sér fullorðið hjól?