25. September 2012

Háhyrningar eltu Júlíus…

  • by fg
  • 12 Years ago
  • Comments Off

Sjómannslífið getur verið tilbreytingalítið oft á tíðum og fátt markvert gerist utan hinnar venjulegu vinnu sem þar fer fram. Þó koma fyrir stundir þar sem skemmtilegir atburðir gerast og vekja ánægju hjá sjómönnum. Það fengu skipverjar á Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270 frá Ísafirði að upplifa er þeir voru á makrilveiðum á austfjarðamiðum á dögunum. Menn tóku eftir því að háhyrningar komu aðvífandi  þegar trollið var híft og fylgdu skipinu eftir í von um að eitthvert æti væri þar að fá.

Skipverjar brugðu á það ráð  að kasta til þeirra síld og viðbrögðin voru afar góð eins og myndirnar sýna. Háhyrningarnir sem urðu alls 6 að tölu þegar mest var fúlsuðu ekki við því og þáðu hvern einasta bita sem að þeim var hent.  Þótti skipverjum þetta afar skemmtilegt og óvenjulegt. Meðfylgjandi myndir tók blm Júllans á vettvangi….

 





































  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »