27. January 2011

Hákarl á þorranum…

  • by fg
  • 14 Years ago
  • 2

Þeir Hákon og Óli Skúla gæða sér á gæðahákarlinum….ljósm: fgigja

Eins og allir vita þá er þorrinn genginn í garð með tilheyrandi tilhlökkun hjá sumum sem finnst þorramaturinn hið mesta hnossgæti, en öðrum ekki. Ekki verður annað sagt en að hákarl sem tilheyrir þorranum, hafi nánast tröllriðið öllu hér um borð.

Hér hafa hangið beitur úti við og verið óspart af þeim nagað allan túrinn. Heiðurinn af þessari hákarlaverkun eru Þingeyringarnir Ólafur Skúlason og Hákon Kristjánsson, en þeim hefur farist þetta lista vel úr hendi og Þykir þessi hákarl með besta móti og kitla bragðlaukana óspart.

Lesendum er bent á að ef þeir hafa hug á að ná sér í beitu þá er ekkert að vanbúnaði en að hafa samband við þá Ólaf og Hákon og þeir munu leggja sig fram um að útvega hákarlinn, því nóg eiga þeir af honum.

Þeir Jón Ísak og Ómar Helga fúlsa sko ekki við lostætinu…

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »

2 Comments Already

  1. er þetta virkilega gott strákar fáið þið ekkert í magann

  2. Hvernig væri að spara Hákarlinn fyrir kokkinn eða kanski færa honum eina beitu ;o)

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *