Í kvöld miðvikudaginn 24 október heldur Júlíus Geirmundsson ÍS aftur til veiða eftir stutta inniveru. Áætlað er að þessari veiðiferð ljúki þann 18 nóvember samkvæmt róðrarplani. Skipstjóri í þessari veiðiferð er Jón B Oddsson og yfirvélstjóri Þór Ólafur Helgason
Júllinn.is óskar þeim velfarnaðar og þar sem enginn útsendari blaðsins verður um borð eru skipverjar hvattir til að senda ritstjóranum sem er í fríi fréttir og myndir úr veiðiferðinni….