10. January 2011
  • Homepage
  • >
  • Fréttir
  • >
  • HG hf / Fréttir / Ganga í augun á bresku stelpunum í biðröðinni

HG hf / Fréttir / Ganga í augun á bresku stelpunum í biðröðinni

  • by fg
  • 14 Years ago
  • 0

Strákarnir í áhöfn Júlíusar Geirmundssonar eiga orðið fríðan flokk aðdáenda utan landsteinanna. Myndir af þeim hanga nú uppi á vegg og blasa við viðskiptavinum Fish‘n‘Chicken á einum veitingastað fyrirtækisins í Englandi og þykja mikil prýði. Hermt er að myndir af skipverjum veki óskipta athygli ungra kvenna í biðröðinni eftir „Fish‘n‘chips” skammtinum sínum.

Undanfarin fimmtán ár hefur áhöfnin á Júlíusi Geirmundssyni unnið sérstaklega þorskflök með roði fyrir veitingastaðakeðjuna Fish‘n‘Chicken. Að baki þessarar stærstu keðju sinnar tegundar þar um slóðir stendur fjölskyldufyrirtæki. Veitingastaðir hennar eru orðnir á fjórða tug. Á meðal einkunnarorða þess er „We work hard to bring you great fish” (Við leggjum okkur fram um að færa ykkur fyrirtaks fisk).

Fyrirtækið, sem aðallega selur á fisk- og kjúklingarétti, leggur ofurkapp á gæði alls hráefnis og íslenski fiskurinn er þar enginn undantekning. Samskipti HG og Fish‘n‘Chicken hafa verið með miklum ágætum allt frá upphafi og þar ríkir gagnkvæmt traust á milli kaupanda og seljanda, sem er undirstaða farsælla viðskipta.

Þau eru ekki mörg erlendu fyrirtækin sem auglýsa á íslenskum knattspyrnuvöllum. Það er því gaman að geta þess að merki Fish‘n‘Chicken er við knattspyrnuvöllinn á Torfnesi. Með þeim hætti sýnir þessi enski viðskiptavinur okkar m.a. með látlausum hætti að hann lætur sig samfélagið hér í heimabyggð varða.

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *