8. February 2012

Hrafn GK kominn með netkúlu…

  • by fg
  • 13 Years ago
  • 5

Blaðamaður Júllans átti leið upp í brú nýlega og í sama mund sigldi Hrafn GK 111 framhjá. Ekki varð hjá því komist að reka augun í þessa líka fínu netkúlu sem þeir skarta, en nýlega var hún sett á skipið, sem gerir það að verkum að þeir eru nettengdir á öllum miðum og eiga greiðfær og ódýr samskipti í land. Blaðamaður Júllans gat ekki annað en dáðst að þessari fallegu sýn, það örlaði á öfund svo ekki sé meira sagt og ákvað Júllinn að leyfa  öðrum að njóta sýnarinnar líka. En um leið hvarflaði hugurinn að fjarskiptamálum hér um borð, þar sem gerfihnattanetpóstur þjónar öllum samskiptum þegar komið er úr símasambandi. Enginn sími, ekkert net, bara inmobil póstur sem hefur þjónað vel en er löngu úr sér gengið fyrirbæri. Júlíus er eitt fárra skipa sem enn eru netkúlulausir, því allur flotinn er orðinn nettengdur, að meira eða minna leyti. En vonandi eru betri tímar í vændum hjá okkur…

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »

5 Comments Already

  1. Þetta er til til skammar

  2. haha er kúlan ekki enn komin á Júllan!?! þegar ég var um borð sumarið 2008 var talað um að “hún væri væntanleg”… og það er nú ekki eins og þið séuð að koma með dallinn tómann heim. maður hefði haldið að útgerðin ætti alveg fyrir því að setja upp kúlu.

  3. Ég hélt að þetta væri orðið netsamband í öllum stærri íslenskum skipum, það er búið að vera netsamband á venusi í 2 ár og erum núna komnir með gsm í gegnum landstöð eða gerfihnött eftir því hvað næst.

  4. Ætli það sé ekki best að hefja söfnun fyrir kúlunni. Geri ráð fyrir að útgerðin sé fjárhagslega illa stödd fyrst það er ekki búið að redda þessu nú þegar.

  5. Þá er bara að fara að safna strákar, Það er eins og mig minni að áhöfnin hafi borgað TV kúluna á sínum tíma kostpeningarnir blönduðust eitthvað inn í það mál er þetta ekki annars rétt hjá mér?
    Kv. Þórir sem er alltaf tengdur á sjó

Comments are Closed.