Einn er sá maður um borð, Halldór KR Sigurðsson sem er röndóttur inn að beini. Hann er sannur röndóttur KRingur og mun alltaf verða. Í vor áður en Pepsideildin á Íslandi hófst, var aldrei spurning um hverjir yrðu meistarar í hans huga, að sjálfsögðu KR.
Svo fór deildin af stað og ekki er hægt að segja að Dóri hafi verið kátur framanaf sumri, það gekk ekkert hjá KRingum og menn voru farnir að tala um fall og hvaðeina, og Dóri varð hljóðari með hverri vikunni sem leið…
En um mitt sumar gerðist eitthvað í herbúðum liðsins, skipt var um þjálfara og KR fór að ná einu og einu jafntefli og viti menn, þeir fóru að vinna leiki líka. Og brúnin á Dóra bát léttist heldur betur…
Vilja menn meina að Dóri hafi farið suður á leik og fengið nóg… farið í bíningsklefa liðsins eftir tapleik og lesið þeim heldur pistilinn. Heyrðust þar setningar eins og…” Þetta er bara klikkun, ég veit ekki hvað þið eruð að hugsa!!!” , “Eru þið ekki að taka lýsið ykkar?” og svo náttúrulega ” Vitiði hvernig við gerðum þetta á Hrafninum?”
Hvað sem fram fór í klefanum þetta örlagaríka kvöld, þá fór allt að ganga betur hjá KR og Dóri brosir sem aldrei fyrr…en titilsóknin er langsótt….