Hvernig sumir sjómenn eyða verslunarmannahelginni…..

  • by fg
  • 14 Years ago
  • 3

Eins og fram hefur komið, eru skipverjar á Júlíusi í fríi yfir verslunarmannahelgina og skipið liggur bundið við bryggju á Ísafirði. En það er ekki þar með sagt að þeir sitji auðum höndum…aldeilis ekki.

Blaðamaður Júllans var á ferð í höfuðborg Íslands, henni Reykjavík og er hann keyrði í góða veðrinu um Rimahverfið heyrði hann ókennilegar stunur og blástra, forvitnin var kurteisinni yfirsterkari og renndi því blaðamaður á hljóðin.

Það kom í ljós að þetta voru bara Maggi Snorra og Jonni að helluleggja hjá Magga. Maggi var búinn að véla Jonna með sér í verkið og er blaðamaður hitti þá voru þeir í óða önn að keyra sandi yfir hitalögnina og gera klárt til að skella hellunum niður. Blaðamaður ráðlagði þeim að setja minna í börurnar því stunurnar heyrðust langar leiðir….

Blaðamaður mun fylgjast með verkinu og veita þeim félögum aðhald alla helgina….

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »

3 Comments Already

  1. sem betur fer voru þetta síðustu hjólbörurnar annars höfðum við lent undir grænni torfu.til hamingju með síðuna bibbi.

  2. Eru þið búnir?

  3. nei við byrjum á neðra plani á morgun ef heilsan leifir það.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *