14. January 2011

Í bíó á Patró!

  • by fg
  • 14 Years ago
  • 0

 

Mikill stemmari á "pöllunum"

Í þessari endalausu brælu og ótíð lagðist Júlíus Geirmundsson að bryggju á Patreksfirði, tók vatn og vistir og síðan var ákveðið að fara ekki út aftur fyrr en eftir leik Íslands og Ungverja sem sýndur var kl 16.00.  Hófu menn leit og eftir miklar eftirgrennslanir kom í ljós mikill velvilji Lionsmanna á Patreksfirði. en þeir opnuð bíóhús staðarins fyrir skipverja, við mikinn fögnuð.

 Lionsklúbburinn á staðnum hefur með höndum rekstur hússins og var það sjálfsagt mál að opna. Hröðuðu menn sér á staðinn, þar var selt popp og kók, og einstaka kaldur á kantinum líka, og var mikil stemmning á staðnum. Strákarnir okkar tóku þetta að sjálfsögðu…!

Eru Lionsmönnum færðar miklar þakkir fyrir….

Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndari Júllans sem var að sjálfsögðu á staðnum og lætur sér fátt óviðkomandi hvað varðar áhafnarmeðlimi…

Frábær aðstaða!

Spenna í loftinu fyrir leik...

Við borgum cash!

Popp og "kók" í leikhléi.

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *