Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson er nú á leið til makrílveiða, þar sem allur botnfiskkvóti er uppurinn þetta kvótaárið. Því sem eftir lifir af kvótaárinu mun því verða eytt við vinnslu og veiðar á makrílnum en hans er helst að vænta á þessum árstíma.