Nú í byrjun febrúar, eftir að fyrstu veiðiferð ársins lauk sigldi Júlíus Geirmundsson ÍS til Reykjavíkur þar sem skipið var tekið í slipp sl laugardag. Var kominn tími á það þar sem skipið fer á tveggja ára fresti í slipp til yfirferðar og fegrunar.
Nú er aðalvél og ljósavél yfirfarin, svo og spil og það sem því tengist. Síðan er áætlað að öxuldraga og yfirfara öxul og skrúfubúnað. Tækifærið er einnig notað til að dytta að öðrum hlutum svo sem eins og fiskvinnsluvélum og öðru sem tengist vinnslurými skipsins. Og að sjálfsögðu verður skipið botnhreinsað og síðurnar málaðar.
Ljósmyndari Júllans kíkti um borð og skoðaði aðgerðir….