Júlíus Geirmundsson kom til hafnar í morgun, Þorláksmessu og þar með eru skipið og skipverjar komnir í jólafrí. Þessi veiðiferð stóð yfir í 28 daga og er aflaverðmætið um 140 milljónir. Uppistaðan í afla skipsins er grálúða. Gott veður var meginhluta túrsins og gengu veiðar og vinnsla vel. Júllinn býður áhöfnina velkomna heim, óskar þeim öllum svo og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og happasæls komandi árs.
Haldið verður til veiða á nýju ári og er brottför boðuð kl 14.00 2 janúar 2011