Magnús Snorrason hefur verið ráðinn hirðljósmyndari Júllans, svo framarlega að hann taki einhverjar myndir af viti. Magnús hefur áratuga reynslu sem ljósmyndari, og liggja eftir hann margar myndir af lífi skipverja um borð, bæði í störfum sem og í leik. Magnús er að því er ritstjórn best veit ómenntaður á þessu sviði en hefur með mikilli elju aflað sér gríðarlega mikilli reynslu bæði hér um borð og á ferðum sínum um allt land. Munu margar perlur hans fá að njóta sín hér á síðum blaðsins. Er mikils vænst af störfum Magnúsar, telst hann öflugur liðsauki og eru skipverjar beðnir um að taka vel á móti honum er hann birtist með myndavélina góðu…..