Á dögunum er við lágum við bryggju á Ísafirði vegna veðurs, var farinn bæjarrúntur og komi víða við. Meðal annars var litið inn í Vestfirsku verslunina, en þar ræður ríkjum Eyþór Jóvinsson en Vestfirska verslunin sérhæfir sig í að versla einungis með vörur frá vestfjörðum eins og nafnið bendir til. Einnig gerir Eyþór út vefinn vestur.is sem tekur saman allar vestfirskar fréttir á einn stað. Skemmtilegur vefur og gaman að fylgjast með öllum fréttum af vestfjörðum. Gott framtak!