Kinnungakvöld um borð…

  • by fg
  • 14 Years ago
  • 1

Samkvæmt hefðinni er haldið kinnungakvöld hér um borð í Júlíusi Geirmundssyni, sem andsvar við Menningarnótt í höfuðborginni. Dagskráin í dag og kvöld er þétt og næsta víst er að ekki komist allir á þá liði sem þeir óska. Mikið hefur verið rætt um lokanir á götum í Reykjavík, og takmörkuð bílastæði, en því er ekki til að dreifa hér. Hér eru bílastæði næg….ef menn komast með bílana sína hingað.

Dagskrá Kinnungakvölds er í stórum dráttum þessi:

Þeir sem eru sofandi eru ræstir klukkann 12 á hádegi. Þá er boðið uppá gellur, saltfisk og grjónagraut til hressingar. Kaffi í boði fyrir þá sem vilja.

Um kl 12.20 er boðið uppá að verða vitni af því þegar Haukur er ræstur í þriðja sinn…

Um þetta leyti er að öllum líkindum  hífopp þar sem fólk getur orðið vitni að því er veiðarfærin eru dregin um borð og vonandi eru einhverjir fisktittir í því.

Um kl 12.30 er boðið uppá atriði þar sem fiskur er hausaður, flakaður, snyrtur á Ameríku, pakkað í öskju og sett í þar til gert frystitæki.

Í beinu framhaldi af því verður sýnt er frosnum fiski er slegið úr frystitækjum…fólk er beðið að gæta varúðar ef Baddi slær úr…

Eftir að því er lokið er boðið uppá sýningu í viðgerð á bindivél. Vélstjórar sjá um þann lið…

Um kl 15.00 er boðið uppá kanilsnúða með nýju kaffi, auk þess sem hægt er að fylgjast með skipverjum spila yatsy í frístundum.

Á sama tíma er hægt að hlusta á vangaveltur skipverja um lífið og tilveruna. hvernær við verðum í landi, makrílveiðar og hvað menn ætla að gera í fríinu sínu, meðal annars.

Vonast er til að Gutti vakni um kl 17.00 og hefst þá sögustund með ævintýralegum blæ…

Gert verður hlé á dagskránni til kl 20.00 meðan skipverjar eru fóðraðir á hamborgurum a la Johnny B Hemm…Ef menn vilja er hægt að heyra viðrekstur og rop, þessi gamalkunnu íslensku búkhljóð, sem allir þekkja…

Kl 20 verða luftgítartónleikar þar sem Ómar Freyr mun fara á kostum við túlkun ýmissa þekktra laga úr safni Ipodsins hans.

Um sama leyti er hægt að fylgjast með Gulla svitna hressilega í æfingasal skipsins…

Um kl 22.00 er boðið uppá tásunudd, Gutti Gælir tekur þá sem vilja og nuddar tásurnar og fleiri staði ef menn vilja….

Kl 23.00 eru draumfarir…Óli Skúla segir frá eftirminnilegum draumum, sérstaklega er hann dreymdi iðnaðarráðherrann og þegar hæst bar þá kom sjálfur forsætisráðherrann inní drauminn….og Óli sem er alveg ópólitískur…varð frekar sár yfir þessari truflun. 

00.00 Kvöldgestir með Ómari skipstjóra. Ómar kemur í borðsal og ræðir við skipverja um málefni líðandi stundar….

01.00 Njáll stýrimaður segir frá nýjustu aflatölum eftir daginn….

Síðan verður dansað á dekki við næturvakt rásar 2 fram eftir nóttu.

Allir eru hvattir til að gera sér glaðan dag og njóta kinnungakvöldsins, þetta er jú bara einu sinni á ári….

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »

1 Comment Already

  1. ég skrapp í bæinn í að vísu edrú sem er gott. frekar kalt en flugeldasýningin var
    meiriháttar flott.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *