25. September 2010

Kostnaður við jarðgöngin 6,5 milljarðar – mbl.is

  • by fg
  • 14 Years ago
  • 0

Áætlað er að heildarkostnaður við Bolungarvíkurgöng verði um 6,5 milljarðar króna. Göngin verða opnuð við hátíðlega athöfn í dag.

Upphaflega var gert ráð fyrir því að jarðgöngin myndu kosta um 5 milljarða, á verðlagi 2007. Það hefur að mestu staðist, samkvæmt upplýsingum Hreins Haraldssonar vegamálastjóra. Þó hefur kostnaður aukist um 300-400 milljónir kr. vegna aukins kostnaðar við styrkingu ganganna í veikum jarðlögum. Með verðlagsbreytingum verður heildarkostnaður um 6,5 milljarðar.

Dagskrá verður í dag við báða gangamunna. Ögmundur Jónasson samgönguráðherra og Hreinn Haraldsson vegamálastjóri klippa á borða við gangamunnann í Bolungarvík klukkan 13.30. Síðan verður ekið í gegnum göngin og bæjarstjórarnir mætast Hnífsdalsmegin. Þar verður hin akreinin opnuð og eftir það verða göngin opin fyrir almenna umferð.

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *