Undanfarið hefur borið á mikilli mengun í borðsal Júlíusar. Lengi var ei vitað hvaðan hún kom en fljótlega fóru böndin að berast að Ómari Helga sem lá sakleysislegur á bekknum og þóttist ekki kannast við neitt. Ljóst er að mengunin kemur frá honum og er langt umfram alla mengunarstaðla sem þekkjast á byggðu bóli.
Þykir víst að breyta þurfi Kyoto sáttmálanum, sem fjallar um losun úrgangsefna í andrúmsloftið, því mengun þessi er það sterk að mönnum er bráð hætta búin komist þeir í kynni við hana.
Sumir vilja halda því fram að þegar ördeyða er á miðunum, þá sé Ómari illt í maganum og mikið um mengunarlosanir hjá honum. Vilja menn meina að ekki séu öll kurl komin til grafar og mengunin hafi víðtækari áhrif en margan grunar. Margumrædd díoxínmengun sem stafi frá Funa á Ísafirði, sé bara brandari miðað við gasið frá Ómari.
Unnið er að lausn þessa hvimleiða máls í samvinnu við umhverfisnefnd skipsins og kokkinn.
er ekki búið að loka funa á ísafirði
Ómar hafðu engar áhyggjur. Þetta er ættgengur andskoti þannig að þú átt þér marga þjáningarbræður.