Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson liggur nú við bryggju á Ísafirði eftir að hafa verið á makrílveiðum suðvestur af landinu. Ekki verður farið út fyrr en miðvikudaginn 4. ágúst og er um að kenna kvótaleysi. Ekki er að efa að áhöfn er ánægð með að eyða þessari mestu ferðahelgi ársins í faðmi fjölskyldunnar en það heyrir til tíðinda að skipið sé ekki á sjó þessa stóru helgi. Má því búast við að þessir djörfu drengir láti sitt ekki eftir liggja í þáttöku á þeim útihátíðum sem í boði eru…og allir munu þeir ganga hægt um gleðinnar dyr.