18. January 2012

Litli bróðir Júlíusar gerir það gott…

  • by fg
  • 13 Years ago
  • Comments Off

Stefnir ÍS 28 litli bróðir Júlíusar Geirmundssonar ÍS hefur skilað hæstu aflaverðmætum frá upphafi tvisvar sinnum þennan mánuðinn, Í fyrsta túr ársins landaði Stefnir 80 tonnum og aflaverðmætum upp á 28,1 milljón eftir viku túr. Í öðrum túr ársins bættu þeir um betur og lönduðu 100 tonnum og aflaverðmæti þá voru 30,6 milljónir eftir vikuna, uppistaða aflans var steinbítur sem var veiddur á vestfjarðarmiðum.  Voru Stefnismenn kampakátir eftir túrana og má segja að nýja árið byrji vel hjá þeim.

Samkvæmt heimildum Júllanns virðist útgerðin líka ánægð með gengi Stefnis þar sem frést hefur af mönnum framan við brúna á Stefni með málband á milli sín. Telja fróðir menn að þar séu menn að mæla fyrir nýjum veltitanki sem líklega á að setja um borð í sumar þegar Stefnir fer í slipp.

Annar heimildarmaður innan skrokks Stefnis telur að ákvörðun um veltitankinn hafi ekki verið tekin nú eftir mettúrana heldur strax á sjómannadagsskemmtun
sjómanna HG í fyrra, þegar áhöfn Stefnis sungu svo ógleymanlega lagið “Óður til veltitanka” sem að heimildamaðurinn segir hafa hitt beint í hjartastað útgerðarfurstana.

Samkvæmt sömu heimildum kemur fram að Stefnismenn ætla ekki að slá slöku við á n.k. sjómannadag; “Já við erum byrjaðir að æfa fyrir sjómannadaginn fyrst að þetta gekk upp með veltitankinn, við ætlum við að syngja annað lag og biðla til útgerðarinnar um meiri þorsk með lagið “No þorskur we Cry”

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »