Um daginn er Maggi Snorra og fleiri voru á leið heim til Reykjavíkur eftir síðustu veiðiferð, var stoppað í Búðardal til að pissa og setja eitthvað í magann. Í versluninni í Búðardal var undirskriftalisti þar sem skorað er á yfirvöld að tryggja setu lögreglu í Búðardal, en fyrir liggur að lögreglan hverfi þaðan og eftirlitið verði frá Borgarnesi. Íbúar eru að sjálfsögðu ósáttir við það.
Maggi Snorra sem oft keyrir um Búðardal á leið til eða frá skipi var ekki seinn á sér að styðja þetta og skrifaði hið snarasta undir plaggið.
“Að sjálfsögðu vil ég hafa löggæslu í Búðardal, það er mikið öryggi í því, þeir eru margir sem keyra í gegn á ólöglegum hraða, kitla pinnann heldur mikið. Það gengur náttúrulega ekki” sagði Maggi er áhugamaður um akstur hverskonar….
Já, það er margt sem kemur manni á óvart!
Ég veit að Maggi er “EKKI” einn af þeim sem finnst gaman að kitla pinnann!!!
virðum hraðann og pössum okkur á sauðfénu fyrir vestan.