Nú stendur yfir val á makrílkóngi ársins 2012 en sá hreppir það sem farið hefur alla makríltúrana og sýnt fádæma áhuga og elju á makríl og síldveiðum almennt. Þeir eru nokkrir sem koma til greina svosem eins og Jónas Eyjólfur, Jón Lárus, Stefán Sigmunds, Kristján Karls, Guðmundur Överby, Hákon Valdimars, Ragnar Berg og Birkir Sverrisson.
Þetta er erfitt val og það mun skýrast von bráðar hver hlýtur hinn eftirsótta titil og kórónuna sem henni fylgir. Gestur Magnússon, makrílkóngur ársins 2011 segist kveðja þennan titil með söknuði en hann mun að sjálfsögðu krýna arftaka sinn. Hann átti hinsvegar ekki möguleika á titlinum í ár, sökum ferðalaga og fría, en það kemur fyrir bestu menn.
Júllinn.is mun að sjálfsögðu tilkynna um leið þegar nýr makrílkóngur verður valinn, og að sjálfsögðu birta myndir og viðtal við hinn heppna….