Makríllinn reddar sumrinu – BB.is

  • by fg
  • 12 Years ago
  • Comments Off

Makríll júlí 2010 078Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson ÍS 270 kom til hafnar á Ísafirði á fimmtudag með 325 tonn af afurðum. Uppistaðan í aflanum var grálúða og karfi. Aflaverðmætið er gróflega áætlað um 200 milljónir króna sem verður að teljast ágætt eftir 26 daga útilegu. Júlíus heldur á miðin á ný á fimmtudag og er þá stefnt á makrílveiðar en skipið hefur yfir að ráða 900 tonna aflaheimildum í makríl. Að sögn Sverris Péturssonar, útgerðarstjóra HG, tekur lestin í Júlíusi 250 tonn og ætti skipið því að vera um mánuð að ná þeim afla.
Togarinn getur tekið um 450 tonn af flökum en misjafnt er hvernig raðast í hann og ræðst það af stærð umbúða og hversu mikið magn er í umbúðunum. „Þetta er það mikið magn af makríl að við værum í vandræðum með að halda togaranum úti ef það væri ekki til staðar, þá yrði hann að fara í sumarfrí. Makríllinn bjargar því að við getum haldið honum stanslaust í rekstri. Þetta er fín uppfylling og gott mál,“ segir Sverrir.

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »