Makrílveiðarnar skila þjóðarbúinu um fimmtán milljarða króna gjaldeyristekjum á þessu ári og vonast útvegsmenn eftir meiri veiðum á næsta ári eftir afar jákvæðar niðurstöður rannsókna á makrílgöngum og hrygningu við landið. Heimilt er að veiða 130 þúsund tonn af makríl á árinu og er þegar búið að ná ríflega 90 þúsund tonnum á land. Stór hluti aflans fer nú í vinnslu, sem eykur verðmætin verulega frá fyrri árum. Mun meira er af makríl við landið nú en fyrri ár og útlitið er gott eftir nýjar fregnir af rannsóknarleiðöngrum.
frettir@ruv.is