Eins og undanfarin ár hefur Júlíus stundað makrílveiðar eins og aðrir yfir hásumarið og fram á haust. Hafa þær gengið ágætlega og kvótinn náðst að mestu leyti. Júlíus kom til hafnar á Ísafirði þann 23 sept sl. en þá hafði hann ekki komið í heimahöfn síðan í júlí.
Júlíus mun nú halda á hefðbundnar bolfiskveiðar fram að næstu makrílveiðum sem vonandi verða á næsta ári. Brottför er áætluð föstudagskvöld 28 sept kl 23.00