Netkúlan sem beðið hefur verið eftir ansi lengi er komin um borð og á sinn stað. Í síðustu inniveru voru gerðar lagfæringar á brúarþakinu og gálgi sá er kúlan er á, styrktur og allt gert klárt fyrir komu netkúlunnar. Það var svo í dag sem hin langþráða kúla var hífð um borð og komið fyrir á sínum stað. Er ekki laust við að netfiðringur fari um menn við að sjá þessar myndir sem Njáll Flóki Gíslason tók fyrir Júllann.
jesús er upprisinn.