17. October 2012

Netkúlan er komin!

  • by fg
  • 12 Years ago
  • Comments Off

Mikil gleði braust út meðal áhafnameðlima þegar útgerðarstjórinn staðfesti það í sumar að gengið hefði verið frá kaupum á netkúlu fyrir skipið. Sáu menn fram á að margra daga einangrun frá umheiminum heyrðu sögunni til. Hafa menn beðið spenntir síðan og nú er ráðgert að netkúlan verði sett upp í næstu inniveru sem hefst 21 október. Þetta staðfesti Sverrir Pétursson útgerðarstjóri Hraðfrystihússins/Gunnvarar hf í samtali við blm Júllans.  Reyndar var tvísýnt um netkúluna, því hún týndist úti í heimi og ekkert bólaði á henni. Hún fannst loks í gámi í Brussel og skipverjar önduðu mun léttara þegar þær fréttir bárust að hún væri fundin. Hugsa menn sé gott til glóðarinnar og skoða nú unnvörpum þær leiðir og þá möguleika sem fjarnám veitir og má telja víst að tímar lærdóms og meiri visku eru framundan á Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270, fyrir utan að geta fylgst með í allri umræðu og umfjöllun.

Þá er ótalið að rekstur og uppfærsla vefsíðunnar jullinn.is. tekur stakkaskiptum og má segja með þessu að reksturinn sé tryggður með tilkomu netkúlunnar.

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »