Ninni fimmtugur!

  • by fg
  • 14 Years ago
  • 0

Svo bar við nú á dögum, nánar tiltekið þann 17 mai, á þjóðhátíðardag Norðmanna að Kristinn Halldórsson alias Ninni, komst á spjöld sögunnar og varð 50 ára. Það tók hann nákvæmlega 49 ár og 365 daga að ná því og er hann vel að aldrinum kominn. Hann eyddi afmælisdeginum hér á meðal oss um borð í Júliusi Geirmundssyni ÍS í góðu yfirlæti og þokkalegu veðri. Kokkurinn bakaði afmælisköku í tilefni dagsins og var henni ljúflega rennt niður af öllum skipverjum sem í komust.

Júllinn sendir Ninna bestu afmæliskveðjur í tilefni dagsins og vonar að honum líði vel eftir aldri…:)

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *