Nýji bökunarofninn er látinn langt fyrir aldur fram. Hann hafði átt í miklum veikindum allt frá því hann kom til landsins fyrir skemmstu þar sem hann bjó um sig og hóf störf um borð í Júlíusi Geirmundsyni ÍS. Við krufningu var komist að þeirri niðurstöðu að vindverkir og bilun hafi orðið í yfirhitara og hafi dregið hann yfir móðuna miklu.Viljum við áhafnarmeðlimir senda kokknum okkar dýpstu samúðarkveðjur vegna fráfalls starfsfélaga hans. Megi potturinn og pannan styrkja þig í gegnum þennan túr!
Nýji ofninn gaf upp öndina….

blóm og kransar afþakkaðir.