Hér gefur að líta 1. tölublað af nýju fréttablaði sem ákveðið hefur verið að gera tilraun með hér um borð. Markmið fréttablaðsins er einungis til skemmtunar og afþreyingar og vonast er til þess að skipverjar taki vel á móti þessari nýjung. Tekið skal skýrt fram að allt efni hér er til skemmtunar og ekki er ætlunin að særa eða meiða neinn, allt er hér skrifað sem góðlátlegt grin. Finnist mönnum sér misboðið á einhvern hátt, er hér með beðist velvirðingar á því.
Leitað er fanga víða og ekkert er blaðamönnum fréttablaðsins óviðkomandi. Allar hugmyndir að efni eru vel þegnar, og mönnum vel-komið að skjóta að blaðinu efni og skemmti-sögum af skipverjum. Eins og sjá má af efnis-tökum er leitast við að skrumskæla allt og snúa útúr því sem fyrir augu og eyru ber, og áskilur blaðið sér allan rétt á því. Blaðinu er ekkert heilagt í því, og svífst einskis ef svo ber undir. Blaðið mun koma út eftir efni og aðstæðum hverju sinni, en hug-myndin er að það komi út 2-4 sinnum í túr. En það fer eftir tíma og efnisöflun.