Öðruvísi mér áður brá!

  • by fg
  • 14 Years ago
  • 0

Þau stórmekilegu tíðindi gerðust nú nýlega að Ómar Freyr Ómarsson skipverji um borð í Júlíusi Geirmundssyni sást setjast við matarborðið í borðsalnum og borða kvöldmat, en slíkt hafði ekki gerst áður það sem af er þessari veiðiferð sem hefur staðið yfir í 5 daga. Ómar hefur verið einn dyggasti stuðningsmaður starfsmannafélagsins og stutt það með ráðum og dáð, en það byggist á því að kaupa ótæpilega úr sjoppunni.

Aðspurður sagðist Jón Hermannsson bryti að hann fagnaði því mikið að sjá Ómar við borðið… sagðist hafa haldið að það vantaði í áhöfnina…en eins og komið hefur á daginn er ekki svo.

Við bjóðum Ómar velkominn til borðs!!!

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *