Veðrið undanfarna daga hefur ekki leikið við sjómenn frekar en aðra á þessu landi. Um borð í Júlíusi Geirmundssyni er td mikil ófærð og voru menn þar á fullu að ryðja sér leiðir um dekkið. Mokstur gengur vel og er búist við að allar leiðir verði færar nú um hádegisbil. Að sögn Magga Snorra mokstursmeistara en hann tók einmitt myndinar sem fylgir fréttinni hefur færð verið afar erfið undanfarið og nú þegar veðrinu hefur slotað, er útlitið mun betra og loks fært fyrir dekkmenn að vinna vinnuna sína….
Júlíus er væntanlegur inn til löndunar á sunnudag á Ísafirði.