Skipstjórinn okkar Ómar Ellertsson varð 65 ára nú á dögunum. Var af því tilefni slegið upp veislu hér um borð og stóð Jón kokkur í ströngu að baka og búa til skonsutertur, en það var það sem kallinn í brúnni vildi í kaffitímanum á afmælisdaginn. Áður hafði hann pantað saltkjöt í hádegismat og kjúkling í kvöldmatinn, en það er siður hér um borð að afmælisbarnið fær að velja matseðilinn á afmælisdaginn.
Eftir hádegismatinn mættu velflestir áhafnarmeðlimir uppí brú til Ómars og sungu fyrir hann afmælissönginn, og síðan var honum færð forláta flaska af eðalrommi, sem hann sagðist sjaldan fúlsa við.
Í spjalli við Ómar kom fram að hann munstraði sig fyrst til sjós 15 ára gamall en þá var hann ráðinn á Gylfa ÍS en það var nákvæmlega 11 mai 1968 sem hann réði sig á Júlíus Geirmundsson ÍS og hefur verið á öllum þeim skipum sem borið hafa þetta nafn til þessa eða í um 44 ár. Geri aðrir betur.
Júllinn.is óskar Ómari til hamingju með áfangann.