Nú nýlega var ráðist í það þrekvirki að stofna piparsveinafélag um borð í Júlíusi. Þeim hefur farið fjölgandi þessum einhleypu um borð og fannst mönnum kominn tími til að mynda félagskap sem berðist fyrir réttindum þeirra, því mönnum hefur fundist að þessir einhleypu verða fyrir miklu áreiti um borð vegna stöðu sinnar í þjóðfélaginu….
Haukur Davíð Jónasson er formaður piparsveinafélagsins og hyggur hann á mikla landvinninga fyrir hönd félagsins… Fljótlega mun verða haldinn aðalfundur piparsveinafélagsins þar sem sett verða lög og markmið félagsins og að hverju spjót félagsmanna muni beinast að í náinni framtíð. Það þykir reyndar nokkuð augljóst! 🙂
Nánar mun verða greint frá störfum félagsins eftir aðalfund og þá mun einnig verða birt félagaskrá….