22. October 2010

Pókeræði um borð

  • by fg
  • 14 Years ago
  • 0

..."sé þig"...!

Þegar rólegt er á miðunum og lítið veiðist er oftar en ekki gripið til þess ráðs að stytta sér stundir með allskyns spilamennsku. Það nýjasta er póker sem hefur verið stundaður grimmt um borð þessa veiðiferðina. Er vægt til orða tekið að um æði sé að ræða, menn mæta ósofnir á vaktir sökum þess að pókerinn hefur verið spilaður alla frívaktina…

Orð eins og „tékk“ „dobbla“ „séð þig“ „reisa“ (sletta úr ensku og þýðir að hækka ) og ýmis önnur nýyrði heyrast nú sem aldrei fyrr hér um borð.

Leiða menn getum að því að sumir séu að reyna að auka hásetahlutinn sinn í pókernum, en þá er það óhjákvæmilegt að þá er einhver annar sem harmar hlutinn sinn eins og segir í kvæðinu forðum…

En þetta lætur tímann líða…..

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *