Pressan.is | 500 manns vaða í drullu um helgina

  • by fg
  • 14 Years ago
  • 0

Mynd fengin hjá BB.is

Brjóti leikmenn í Mýrarboltanum af sér, fá þeir bleikt spjald og þurfa að „kyssa á bágtið“, neiti þeir því, fá þeir svart spjald og þurfa að spila það sem eftir lifir leiksins með hauspoka.

Jón Páll Hreinsson er einn aðstandendum Mýrarboltans, keppni og hátíðar, sem haldinn er í sjötta sinn í Skutulsfirði á Vestfjörðum. Jón segir stemmninguna vera „gríðarlega góða“ og segir töluverður fjöldi keppenda og áhorfenda þegar kominn til Ísafjarðar.

Það eru um 500 manns skráðir í keppnina, þ.e. sem keppendur en ég reikna með því að gestir verði allt í allt um 1000 talsins sem er svipaður fjöldi og á síðustu árum.

Jón segir að Mýrarboltinn sem keppt er í, sé töluvert öðruvísi heldur en sá fótbolti sem fólk á að venjast.

Í grunninn eru sömu reglur og í fótbolta, en það eru ýmis frávik frá þeim.

 

Allar leikreglur eru mun frjálslegri og það er ýmislegt leyft sem ekki má í venjulegum fótbolta.

 

Það má til dæmis ýta og hrinda, hamast og djöflast en þó ekki dólgslega.

Jón segir að þrátt fyrir að leikurinn virðist grófur þá gerast slys sjaldan sem aldrei í mýrarboltanum.

Það hafa nánast aldrei orðið slys á fólki. Það stafar ýmist út af því að í þungri drullunni þá eru allar hreyfingar mjög hægar, sem er mjög kómískt á að horfa,

segir Jón en bætir því við að einnig séu þeir með færa dómara sem farið hafa á námskeið í dómgæslu í Mýrarbolta.

Við erum með réttindadómara. Þeir gefa gult spjald fyrir brot, og svo bleikt fyrir slæmt brot. Fái leikmaður bleika spjaldið þarf hann að kyssa á bágtið hjá mótherja sínum. Neiti hann að gera slíkt fær hann svarta spjaldið, en sá sem fær svarta spjaldið þarf að spila með hauspoka það sem eftir lifir leiks, en það gerir viðkomandi ansi erfitt fyrir í þungri drullunni.

Jón segir að einmuna veðurblíðu hafi gætt fyrir vestan undanfarið og þurrviðri. Það hafi gert aðstandendum keppninnar erfiðara fyrir, en þeir brugðist þó við því og hafa vökvað leðjuna dag og nótt til þess að hún sé reiðubúinn fyrir herlegheitin, nú er þar að hans sögn algjört drullusvað.

35 lið eru skráð til leiks. Fólk af öllum aldri og báðum kynjum. Segir Jón keppnina fyrst og fremst snúast um það að hafa gaman og býst hann ekki við öðru.

Hann segir það auk þess ekki skemma fyrir að sólin skíni og veðurspáin sé góð fyrir helgina.

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *