Pressan.is | Gefur út fréttarit af íslenskum togara

  • by fg
  • 14 Years ago
  • 0

 

 

 – Svipta hulunni af heitasta slúðrinu um borð.-

Áhöfnin á Júlíusi Geirmundssyni heldur úti hressilegri fréttasíðu á netinu. www.jullinn.is
Á vestfirska togaranum Júlíusi Geirmundssyni, eða Júllanum eins og skipið er yfirleitt kallað, er haldið úti skemmtilegri vefsíðu sem fjallar um lífið um borð.  Stofnandi síðunnar segir að menn verði að vara sig á því að taka fréttum síðunnar með ákveðnum fyrirvara, ekki sé á öllu mark takandi.Togarinn Júlíus Geirmundsson gerir út frá Ísafirði, áhöfnin er skipuð 25 karlmönnum sem kalla ekki allt ömmu sína. Á fréttasíðu togarans, Júllinn.is er að finna margvíslegan fróðleik um lífið um borð og glóðvolga slúðurmola sem hingað til hafa aðeins heyrst á göngum Júllans.

Stofnandi síðunnar Friðrik Gígja, sagði í samtali við Pressuna að hugmyndin sé að gefa út létt fréttarit sem skopstælir menn og málefni;

Fólk er mjög ánægt með blaðið og finnst gott að geta finnst með ástandinu á áhöfninni. En þetta er aðeins til gamans gert og ætlunin er ekki að meiða neinn. Fréttirnar eiga að kalla fram bros á fólki.

Friðrik segist áður hafa gefið út fréttabréf um borð á öðrum togara. Það var áður en netaðgangur varð svo góður sem hann er nú, þá hafi hann prentað út blaðið um borð og afhent áhafnarmeðlimum. Nú þegar blaðið er komið á netið þarf hann að gæta betur að því sem hann skrifar;

Fréttasíðan byggist á lífinu um borð og nú þegar fréttasíðan er komin á netið þá þýðir það líka að ég verð að passa mig betur á því sem ég skrifa þar sem nú geta allir séð þetta.

Júllinn heldur einnig úti Facebook síðu svo óhætt er að segja að hægt sé að fylgjast vel með köllunum um borð. Friðrik segist ánægður með síðuna og athyglina sem hún hefur fengið;

Auðvitað er þetta mjög „local“ húmor en ef fólk hefur gaman að því að skoða síðuna, þá er það bara mjög gott. Tilgangurinn er að kalla fram bros á fólki, ef það tekst þá er það auðvitað bara mjög gott.

 

Þeir sem ætla sér að fylgjast með fréttum af Júllanum skula hafa einkunnarorð síðunnar í huga;

Ekki skal skemma góða sögu með sannleikanum!

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *