30. October 2010

Reiðarslag fyrir Flateyri – mbl.is

  • by fg
  • 14 Years ago
  • 0

Tómur vinnslusalur fiskvinnslufyrirtækisins Eyrarodda mbl.is/Halldór

Fimmtíu og sjö manns var sagt upp á Vestfjörðum í gær. Eyraroddi, fiskvinnslufyrirtæki á Flateyri, sagði upp öllum starfsmönnum sínum, fjörutíu og tveimur talsins. Ósafl, sem sá um gerð Bolungarvíkurganga, sagði upp fimmtán starfsmönnum.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir 203 manns nú búa á Flateyri. Ef tekið er tillit til aldurs hefur því tæpum þriðjungi vinnubærs fólks á Flateyri verið sagt upp. Í umfjöllun um ástandið á Flateyri í Morgunblaðinu í dag, segir Daníel uppsagnirnar reiðarslag fyrir samfélagið þar.

Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga, telur ríkisstjórnina ekki hlusta á tillögur þeirra sem eru í tengslum við atvinnulífið á Vestfjörðum. „Þetta er það sem ég kalla eyðibyggðastefnu ríkisstjórnarinnar. Það er allt stopp í atvinnumálum, það er ekkert hlustað á tillögur sem koma frá verkalýðshreyfingunni sem er þó í tengslum við atvinnulífið og í tengslum við fólkið sem er þarna að vinna.“

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *