9. February 2011
  • Homepage
  • >
  • Fréttir
  • >
  • Ritstjóri Júllans ákveður að aðhafast ekki frekar, en…

Ritstjóri Júllans ákveður að aðhafast ekki frekar, en…

  • by fg
  • 14 Years ago
  • 0

Eins og fram hefur komið hafnaði Blaðamannafélag Íslands ritstjóra Júllans um inngöngu í félagið. Friðrik ritstjóri hefur ákveðið að aðhafast ekki frekar í þessu máli annað en það að sækja aftur um í fyllingu tímans. Höfnunartilfinningin er í rénun, og hefur ritstjórinn tekið gleði sína á ný og heldur ótrauður áfram við að sinna áhugamáli sínu , í sjálfboðavinnu, þar sem Blaðamannafélagið vill ekki fá hlutfall af núverandi tekjum hans í sína sjóði.  En Friðrik ætlar ekki að gefast upp…..Hann ætlar sér að sækja um aftur.

Júllinn mun áfram flytja ykkur fréttir af öllu sem máli skiptir hér um borð og leitar reyndar víða fanga, hvort sem þær fréttir eru sannar eður ei…. Uppfærsla síðunnar fer eftir netsambandi hér úti á sjó, en þar sem við búum ekki við að vera með netkúlu sem gerir það að verkum að hægt er að vera nettengdur hvar sem er, verða lesendur að sætta sig við slitróttar uppfærslur.

Allir sem áhuga hafa eru hvattir til að senda síðunni efni, hvort sem um er að ræða skemmtifrétt pistla eða annað sem hugsanlega getur glatt og skemmt lesendum eins og kostur er… netfangið er jullinn@jullinn.is

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *