10. January 2011

Saumað um borð í Júlíusi

  • by fg
  • 14 Years ago
  • 0

Þetta leit bara vel út eftir saumaskapinn hjá Doktor Sven...

Það óhapp varð uppá trolldekki þegar verið var að skipta um lengjur undir öðru trollinu að einn skipverjinn. Gummi Guðmanns, varð fyrir því óláni að klemma sig á fingri.  Gummi fór í sjúkraklefann, með stýrimanninum Svenna, eða hér eftir er kallaður Doktor Sven sem viðhafði snör handtök og setti 4 spor í strákinn.

Er ljóst að Gummi verður frá vinnu í nokkra daga meðan hann er að gróa sára sinna. Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar Doktor Sven var að skipta á sárinu og þykir doktorinn bara nokkuð góður í að bródera!

Gumma líður vel og er allur að koma til…

 

 

 

 

 

Gummi og Doktor Sven...

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *