Saumaklúbbur um borð í Júlíusi Geirmundssyni…

  • by fg
  • 11 Years ago
  • Comments Off

Nú nýlega var stofnaður saumaklúbbur um borð í Júlíusi, sem samanstendur af nokkrum skipverjum úr áhöfn skipsins. Tilurð þessa klúbbs er tilkomin vegna þess að um borð er komin saumavél sem notuð er til að sauma fyrir poka þá er notaðir eru undir hausa, en þeir eru nú hirtir af miklum móð.

Sjálfskipaður formaður saumaklúbbsins Haukur Davíð Jónasson sagðist í samtali við Júllann binda miklar vonir við stofnun þessa klúbbs, það væri löngu tímabært að koma honum á laggirnar. Aðspurður um starfsemi klúbbsins sagði hann hana vera ómótaða, en bjóst við að haldnir yrðu reglulegir fundir, þar sem spjallað yrði yfir kökum og kruðeríi sem klúbbmeðlimir baka og koma með á fundina. Þá yrðu að sjálfsögðu nýjustu kjaftasögurnar krufðar og velt vöngum yfir gangi heimsmálanna. Og síðast en ekki síst yrði haldin lofgjörð um hina einu sönnu saumavél sem er til um borð. Aldrei að vita nema menn bróderuðu eitthvað líka…

saum2

Haukur formaður mundar saumavélina góðu…

Nafn á klúbbinn vantar og hafa heyrst ýmsar tillögur eins og td, Pokarotturnar, Dísirnar, Dúllurnar, já og náttúrulega Júllurnar svo dæmi séu tekin. Allar tillögur eru vel þegnar…

saum1

Þess má geta að Jónas bróðir Hauks er mikill áhugamaður um saumavélina, fer um hana fögrum orðum og ræður sér vart af hrifningu yfir þessari tæknibyltingu hér um borð….

Svo mörg voru þau orð…

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »