Eins og komið hefur fram bilaði annað togspilið um borð í Júlíusi í síðustu veiðiferð. Spiltromlan var tekin úr og send suður til viðgerðar en er komin aftur eins og myndin sýnir sem Sverrir Pétursson útgerðarstjóri sendi Júllanum nú í morgunsárið. Strax verður hafist handa við að koma spilinu á sinn stað og gera klárt til þess að hægt verði að hefja veiðar aftur eftir þetta allt saman. Stefnt er að því að skipið haldi til veiða seinnipart föstudags ef allt fer sem horfir.