Sjórán um miðja nótt!

  • by fg
  • 14 Years ago
  • 1

Magnús máfur, liggur undir grun...

Þau tíðindi gerðust sl. nótt að framið var einskonar sjórán í skjóli myrkurs. Atvik voru þau, að póstbáturinn Páll Pálsson hafði undir höndum pakka sem komast þurfti um borð í Júlíus Geirmundsson. Niðamyrkur var á miðunum en gott veður, er Júlíus renndi upp að hlið Páls og voru ekki nema 100 metrar á milli skipa, þegar ákveðið var að henda pakkanum í sjóinn með floti á sem Júlíus átti síðan að fiska upp. Pakkinn lenti í sjónum, en síðan hefur ekkert spurst til hans!

Ólafur, Veigar og Njáll rýna út í myrkrið eftir pakkanum

Málið er allt hið dularfyllsta og er mál manna að múkkinn eigi þarna hlut að máli, en á meðan þessu stóð voru þúsundir máva á sveimi um Júlíus, þar sem full vinnsla var í gangi. Náðist mynd af einum grunuðum, Magnúsi máf, en hann var mjög flóttalegur er ljósmyndari náði af honum mynd.

Af vettvangi, Páll Pálsson í fjarlægð

Í pakkanum var ma.  tóbak,  þannig ef að sjófarendur verða varir við skrítið háttalag hjá einhverjum múkkanum, ef þeir virka eitthvað undarlegir, er sá hinn sami beðinn að hafa samband við þessi skip og láta vita.

Sakleysið uppmálað!

Málið er allt hið dularfyllsta og eru allir sem geta gefið vísbendingar um hvarf pakkans beðnir að gefa sig fram!

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »

1 Comment Already

  1. ég vona að þessi pakki finnist sem fyrst því snellurnar eru mikilvægar fyrir þann sem á þær.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *