Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í hafíseftirlit út fyrir norðurströnd landsins í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er engan ís að finna á svæðinu allt að 10 mílum frá horni, en þar fyrir utan er íshröngl. Talið er að aðal ísinn sé um það bil 25 sjómílur frá horni og biður gæslan því skip og báta sem á svæðinu eru um að fara öllu með gát.
Að sögn Landhelgisgæslunnar fer þyrlan í hafíseftirlit þegar þörf er á.