23. September 2010

Skipstrand við Raufarhöfn < mbl.is

  • by fg
  • 14 Years ago
  • 0

Af strandstað. Ljósm Eyrún Guðmundsdóttir

Mótorbáturinn Háey frá Húsavík strandaði  rétt fyrir klukkan eitt í dag við Hólshöfða skammt frá Raufarhöfn. Samkvæmt upplýsingum frá fréttaritara Morgunblaðsins eru fjórir í áhöfn skipsins en björgunarsveitir eru á leið á strandstað. Landhelgisgæslan er í viðbragðsstöðu og getur ekki veitt frekari upplýsingar að svo stöddu.

Ekkert amar að þeim sem eru um borð í bátnum og virðist báturinn vera lítið skemmdur. Eru góðar líkur á að honum verði náð á flot fljótlega.

Nýjustu fréttir….

Mótorbáturinn Háey frá Húsavík sem strandaði um eitt leytið í dag við Hólshöfða skammt frá Raufarhöfn er laus af strandstað. Samkvæmt upplýsingum frá fréttaritara Morgunblaðsins eru fjórir í áhöfn skipsins og amaði ekkert að þeim.

Björgunarsveitirnar Pólstjarnan frá Raufarhöfn og  Hafliði frá Þórshöfn voru kallaðar út vegna strandsins. Einnig er björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Gunnbjörg frá Raufarhöfn, á staðnum, með spotta og dælur.

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *