Eins og fram hefur komið er Júlíus Geirmundsson ÍS 270 að landa á Eskifirði í dag. Skipverjar brugðu undir sig betri fætinum og skelltu sér í sundlaug staðarins og vonuðust að sjálfsögðu eftir eskfirskum gyðjum flatmagandi á sólbekkjum eins og oft er í sundlaugum…allavega á myndum.
Þegar skipverjar mættu í sundið var fátt um fína drætti, fyrir utan þá sjálfa voru eldri borgarar í sundleikfimi…og engir sólbekkir, enda sólarlaust! En þeir skelltu sér í rennibrautina og nutu sín vel miðað við aðstæður.
Magnús Snorrason tók þær myndir sem fylgja fréttinni