14. September 2010

Skipverjar á Eskifirði

  • by fg
  • 14 Years ago
  • 0

Skipverjar í heita pottinum á Eskifirði

Eins og fram hefur komið er Júlíus Geirmundsson ÍS 270 að landa á Eskifirði í dag. Skipverjar brugðu undir sig betri fætinum og skelltu sér í sundlaug staðarins og vonuðust að sjálfsögðu eftir eskfirskum gyðjum flatmagandi á sólbekkjum eins og oft er í sundlaugum…allavega á myndum.

 

 Þegar skipverjar mættu í sundið var fátt um fína drætti, fyrir utan þá sjálfa voru eldri borgarar í sundleikfimi…og engir sólbekkir, enda sólarlaust! En þeir skelltu sér í rennibrautina og nutu sín vel miðað við aðstæður.

Magnús Snorrason tók þær myndir sem fylgja fréttinni

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *