• Homepage
  • >
  • Fréttir
  • >
  • Smábátaeigendur: Keyptu kvóta fyrir á fjórða tug milljarða á tveimur árum < skip.is

Smábátaeigendur: Keyptu kvóta fyrir á fjórða tug milljarða á tveimur árum < skip.is

  • by fg
  • 15 Years ago
  • 0

mynd fengin af svipan.is

Smábátaeigendur keyptu kvóta fyrir á fjórða tug milljarða króna á tveimur fiskveiðiárum, á árunum 2005-2007, að mati Arnar Pálssonar, framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda. Þetta kemur fram í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.

Örn segir í samtali við Fiskifréttir að ekki hafi verið óalgengt að smábátaútgerð, sem staðið hafi í kvótakaupum, hafi skuldað um 100 milljónir króna fyrir hrun. Slík skuld hafi svo verið komin í yfir 200 milljónir króna eftir hrun. Dæmi séu um hærri skuldir. Örn telur að í upphafi árs 2009 hafi heildarskuldir smábátaeigenda verið nálægt 60 milljörðum króna.

Skuldastaða smábátasjómanna ræðst nú að verulegu leyti af niðurstöðum dómstóla um meðferð gengistryggða lána. ,,Allt stefnir því í gjörbreytta skuldastöðu smábátaeigenda, þótt of snemmt sé að fagna allsherjarleiðréttingu. Skuldir smábátaútgerðarinnar gætu því lækkað um tugi milljarða króna og jafnvel farið niður í 30 milljarða,“ segir Örn Pálsson.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *