Sófi ræðst á skipstjóra!

  • by fg
  • 15 Years ago
  • 0

“Hélt að þetta væri mitt síðasta”

Ef ekki hefði komið til áralöng vera mín á sjó við ýmsar aðstæður, er aldrei að vita hvernig þetta hefði endað” sagði Ómar Ellertsson skipstjóri, en hann lenti nýverið í þeim hilldarleik að sófi nokkur staðsettur uppi í brú, gerði sér lítið fyrir og réðst á hann, algjörlega að tilefnislausu. Eins og myndin sýnir komst Ómar í hann krappann, en við illan leik tókst honum að brjótast undan sófanum og komast heilu og höldnu frá þessum hildarleik. “En það mátti ekki miklu muna” sagði Ómar aðspurður og sagðist ekki vita til þess að sófinn ætti eitthvað sökótt við sig. “En líklega hefur hann haft sínar ástæður fyrir þess-ari fólskulegu árás. En það gerist sko ekki aftur, hann verður þrælbundinn niður og mál hans verða skoðuð þegar við komum að landi næst”! sagði Ómar þrekaður eftir þessa lúalegu árás.

 

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *