Það hefur löngum tíðkast meðal landsmanna að þegar jólasveinarnir fara að koma til byggða , fyllast allir gluggar með skótaui, því sagt er að sveinki komi við og skilji eftir sig eitthvert góðgæti ef viðkomandi hefur sýnt af sér góða hegðun.
Það sama á við um sjómenn því sveinka er ekki skotaskuld úr því að skutlast útá ballarhaf til að setja í skóna hjá skipverjum….ef þeir hafa verið góðir það er að segja.
Blm Júllans átti leið í brúna þessa fyrstu nótt er Sveinki kemur til að vitja „góðu barnanna“ og viti menn, í brúarglugga voru komin einhver stígvél og einhver hefur viljað fá mikið í skóinn, því 25 lítra vatnsfötu var búið að stilla útí gluggann….
Við munum að sjálfsögðu segja frá ef tíðinda er að vænta úr brúnni, og hvort menn hafa uppskorið laun erfiðis síns en sumir eru allt í einu orðnir voða góðir á allan máta…..hvað svo sem veldur því…:)