Svo óheppilega vildi til um daginn að kælirör gaf sig við aðalvél Júlíusar Geirmundssonar. Þurfti að drepa á aðalvél og var skipið á reki í nokkrar klukkustundir. Gott veður var og fór ágætlega um mannskapinn á meðan. Vélstjórarnir unnu hörðum höndum að skipta um rör, og þurfti Kristján Karlsson vélstjóri að fara í “undirheima” þeas fara niður fyrir palla til að gera við. Blaðamaður Júllans var að sjálfsögðu á staðnum og myndaði stíft. Látum myndirnar tala sínu máli…
Eins gott að hann er ekki með innilokunarkennd 🙂
sko sverrir minn hann er duglegur.